Jónas Hallgrímsson
Hátt skal gígjan hljóma,
honum þakkir færa,
sem lét áður óma
óðinn silfurskæra,
söng um sólu bjarta,
söng um frelsi þjóða,
söng í hug og hjarta
himin vors og ljóða.
Brosið blóm á engi,
blika lind í halla!
Hreyfið hörpustrengi
Huldur Íslands fjalla!
Glitra gullnum ljósum
glóey logastöfuð,
skreyttu röðulrósum
röðulskáldsins höfuð!
Látið lóur gjalla,
listaskáldsins hróður!
Syngið svanir fjalla,
söng um ykkar bróður!
Fjalladrottning fríða
faldinn láttu skarta!
Lofið hjörtu lýða
landsins stærsta hjarta!
Meðan lífs frá lindum
ljós og hreimar streyma,
og í máli og myndum
manna hjörtu dreyma,
blikar skært hið bjarta
bláhvel draums og ljóða,
lifðu í lýðsins hjarta
,,listaskáldið góða"!
honum þakkir færa,
sem lét áður óma
óðinn silfurskæra,
söng um sólu bjarta,
söng um frelsi þjóða,
söng í hug og hjarta
himin vors og ljóða.
Brosið blóm á engi,
blika lind í halla!
Hreyfið hörpustrengi
Huldur Íslands fjalla!
Glitra gullnum ljósum
glóey logastöfuð,
skreyttu röðulrósum
röðulskáldsins höfuð!
Látið lóur gjalla,
listaskáldsins hróður!
Syngið svanir fjalla,
söng um ykkar bróður!
Fjalladrottning fríða
faldinn láttu skarta!
Lofið hjörtu lýða
landsins stærsta hjarta!
Meðan lífs frá lindum
ljós og hreimar streyma,
og í máli og myndum
manna hjörtu dreyma,
blikar skært hið bjarta
bláhvel draums og ljóða,
lifðu í lýðsins hjarta
,,listaskáldið góða"!