Til kunningjanna
Nú kveð ég hinn hagspaka, kvíaða hóp,
nú kveð ég þig jórtrandi friður!
Ég veit að þið kallið mig villtan glóp,
ég veit að þið hrópið mig niður!

Ég held mína leið – og hirði ekki meir
þótt hæðninnar örvar mig stingi.
Ég get ekki staðið og hrópað ,,heyr”
á heimskunnar sauðaþingi.

En liggið þið áfram, og hefjið þið hatt
fyrir heimskunnar venjum fornum,
og lærið þið áfram að segja satt
og sanna með töldum hornum!

Og haldið þið áfram að hæða þann glóp,
sem heldur ei leið inna flestu,
og trúir ei blindum og tjóðruðum hóp,
en treystir þeim fáu, - bestu!  
Jónas Guðlaugsson
1887 - 1916


Ljóð eftir Jónas Guðlaugsson

Blundar nú sólin
Ég veit
Leita landa!
Já, þú ert mín!
Þjóðskáldið
Bak við hafið
Víkingar
Til kunningjanna
Jónas Hallgrímsson
Hamingjan er sem hafið
Blundar nú sólin
Ég finn að fátæk ertu
Draumur og vaka