

Heimurinn er að farast
Ég las það í mogganum í morgun
Austrinu hefur verið pakkað saman
Og Afríka tekin í sundur
Forseti Perú lýsti yfir þjóðarsorg í gær
Lamadýrin eru komin í gáma
Þau mega bíða ragnaraka eins og við hin
Kirkjugarðarnir eru pakkfullir
Því að deyja á morgun þegar þú getur gert það í dag?
Hérna hvíla dreggjar manns
Krafsiði yfir og bætið við krans
Lokiði augunum og minnist hans
Drekktu í þig herlegheitin
og gerðu það með glans
Ég las það í mogganum í morgun
Austrinu hefur verið pakkað saman
Og Afríka tekin í sundur
Forseti Perú lýsti yfir þjóðarsorg í gær
Lamadýrin eru komin í gáma
Þau mega bíða ragnaraka eins og við hin
Kirkjugarðarnir eru pakkfullir
Því að deyja á morgun þegar þú getur gert það í dag?
Hérna hvíla dreggjar manns
Krafsiði yfir og bætið við krans
Lokiði augunum og minnist hans
Drekktu í þig herlegheitin
og gerðu það með glans
Þessi ósköp döguðu mig uppi á föstudagsmorgni meðan ég var að lesa grein um Kylie Minogue
Sigurvegari ljóðasamkeppni Keðjunnar 2006
Sigurvegari ljóðasamkeppni Keðjunnar 2006