Ljóð um konu
Demantar missa sinn mátt,
meðan stjörnunar draga sig í hlé.
Það virðist vera svo svo fátt,
sem veikir það sem ég sé.
Þú ert vatnið, eldurinn, jörðin og loftið,
þú ert sálin sem fyllti mengið.
Án þín hefði sál mín soltið,
og ástlaus um jörðina gengið.
Sál þín er sönn og fögur,
og seigla þín svo sver.
Fegurð þín, fas og sögur,
myndi fella heilan her.
Ég skal með lífi mínu þín gæta,
vera mild huggun í þínum raunum.
Sjálfan skal ég mig ávallt bæta,
og sýna þér næga ást að launum.
Aldrei hef ég ást séð svo hreina,
aldrei fundið hjarta svo tært.
Aldrei mun ég aðdáun minni leyna,
og alltaf sýna hvað er mér kært.
Þú ert djásnið sem ég skarta,
og sólin sem hjarta mitt vermir.
Aldrei mun ég daga sjá svarta,
því þú ert ljós mitt og skermir.
Ásjóna þín skín bjartar en sólin,
svipur þinn getur lífgað upp rós.
Þótt þú fáir ávallt öll hólin,
þá sparar þú aldrei öðrum hrós.
meðan stjörnunar draga sig í hlé.
Það virðist vera svo svo fátt,
sem veikir það sem ég sé.
Þú ert vatnið, eldurinn, jörðin og loftið,
þú ert sálin sem fyllti mengið.
Án þín hefði sál mín soltið,
og ástlaus um jörðina gengið.
Sál þín er sönn og fögur,
og seigla þín svo sver.
Fegurð þín, fas og sögur,
myndi fella heilan her.
Ég skal með lífi mínu þín gæta,
vera mild huggun í þínum raunum.
Sjálfan skal ég mig ávallt bæta,
og sýna þér næga ást að launum.
Aldrei hef ég ást séð svo hreina,
aldrei fundið hjarta svo tært.
Aldrei mun ég aðdáun minni leyna,
og alltaf sýna hvað er mér kært.
Þú ert djásnið sem ég skarta,
og sólin sem hjarta mitt vermir.
Aldrei mun ég daga sjá svarta,
því þú ert ljós mitt og skermir.
Ásjóna þín skín bjartar en sólin,
svipur þinn getur lífgað upp rós.
Þótt þú fáir ávallt öll hólin,
þá sparar þú aldrei öðrum hrós.