

Hugin í helgreipum
horfi niður á við.
Sveipa um mig Adamsklæðum
og fylgist með þér útundan mér
taka af skarið.
Núna erum við ein.
Enginn sem kastar steini
eða bendir á klæðalausan mig.
Ég þarf ekki að bera hendurnar fyrir mig
þú ert vörn mín
Sú sem heggur á spjótin
þú ert skjöldur minn
heldur mér fast og sleppir ekki.
horfi niður á við.
Sveipa um mig Adamsklæðum
og fylgist með þér útundan mér
taka af skarið.
Núna erum við ein.
Enginn sem kastar steini
eða bendir á klæðalausan mig.
Ég þarf ekki að bera hendurnar fyrir mig
þú ert vörn mín
Sú sem heggur á spjótin
þú ert skjöldur minn
heldur mér fast og sleppir ekki.