Afturgöngur
þessa dimmu haustnótt
gnauðaði vindurinn án afláts
gluggahlerinn í kjallaranum
skelltist taktfast
og greinar trjánna
lömdust við húsgaflinn
ég trúi ekki á afturgöngur
- en samt
fór ég að hugsa um allt fólkið
sem ég hafði drepið
og sökkt í mýrina
ég steig fram úr rúminu
lyfti gardínunni
á þakglugganum
og leit út
og sjá:
fyrirboðar
vitskerts manns
bregðast sjaldan
þau komu gangandi yfir túnið
nálguðust húsið hægum skrefum
moldug andlitin
störðu á mig
ég öskraði fávita af hræðslu
öskraði út í miskunarlausa nóttina
- og vaknaði
gnauðaði vindurinn án afláts
gluggahlerinn í kjallaranum
skelltist taktfast
og greinar trjánna
lömdust við húsgaflinn
ég trúi ekki á afturgöngur
- en samt
fór ég að hugsa um allt fólkið
sem ég hafði drepið
og sökkt í mýrina
ég steig fram úr rúminu
lyfti gardínunni
á þakglugganum
og leit út
og sjá:
fyrirboðar
vitskerts manns
bregðast sjaldan
þau komu gangandi yfir túnið
nálguðust húsið hægum skrefum
moldug andlitin
störðu á mig
ég öskraði fávita af hræðslu
öskraði út í miskunarlausa nóttina
- og vaknaði