Kvótt (búið og gert) - óljóð
Það er kvöld og ég anda að mér súkkulaðireyknum.
Kvöld, eða réttara sagt: Kvótt = kvöld+nótt.
Blá, svört, skínandi, hljóðandi, gangaframogafturtilbaka nótt.
Blásvöskíhljógangaframogafturtilbakanótt.
Með súkkulaðireyk í eftirdragi ætla ég að standa upp, ganga í hringi og hugsa upp næstu línu.

-Ég fer á hækjur mér, skrifa þessa línu og ætla að ganga nokkra hringi með krotbókina.
-Þegar ég geng í hringi gerir skugginn af mér á krotbókinni það líka - fer í hringi.
-Ganga meira..Með pennann í þetta skipti

Ég flauta ekkilag, gleymdi að setja punkt í síðustu setningu.
-Ég geng hinn hringinn, með punkt í þetta skipti.
-Ég pota í pappír á þvottasnúru.
-Ég tek mynd af pappír á þvottasnúru.
-Ég geng í áttur, stoppa og tek smók af súkkulaðisígarettunni. Reykurinn svíður í hægra augað.
-Ég geng óreglubundið og sveifla fótunum. Skrifa svo með bókina á hægra hné.

-Ég sest aftur niður..Sígarettan með súkkulaðireyknum er búin...ég kastaði henni yfir vegginn.
-Nú er að lesa yfir..Byrja nú----------->búið.
Glamur í hnífapörum og röddin hennar mömmusamtekkimömmu, pabbasamtekkipabba og ömmusamtekkiömmu.
Málfræðilega vitlaus setning hér á undan. Vit + laus..ergo: laus við vit. Heppin hún..
þ.e.a.s setningin.
Ég halla mér til vinstri og reyni að leysa vind. Það tókst ekki..:( fýlukall var þetta.
Þó ekki prumpufýlukall. Blaðsíðan er búin..næstum því..

-Nafn sett á söguna. Þó ekki sögina..
Ég er ekki smiður.  
Gunnar Pétursson
1985 - ...
Óljóð samið í annarlegu ástandi í hinni grænu Brasilíu. Gæti mögulega talist misbeiting þess valds sem talandi fólk hefur á málinu. Kærur vinsamlegast afþakkaðar.


Ljóð eftir Gunnar Pétursson

Hugarást
Kæri heimur
Embrek
Draumur eða?
Ljósbogi
Óttasleginn
Skotinn í bakið þá sofandi ert
handa þér
Hringrás
svik
Tárfall
Vöntun
skáldsýn (Minnsta fegurð)
Angist
Fyrirspá
Breyting
Upplit
Brottfararkvæði
Afbrot
Á svona kvöldi
Blíðleiki
Djúpbrún
Naglgrátur
Aftur
Án - með - hvað?
Glaðfinning
Grændraumur
Handan fjarlægðar
Hvernig börn verða til (einstaka sinnum)
Nýr dagur í frumskóginum
Armar
orð til sofandi stúlku
Eiginleiki
Endurómur af andartaki
Orð
sérstakleiki
Ríkidómur
Ljóðpæling
Vanvirðing
Næturstund
Himinsýn (sundbaka)
Sinfónía í eyrunum (veðurdagur)
Flughaf
Tunglídularbúningi
Falldraumur
Ljósaveður
Setið á svölunum.
ónefnt
Draumfinningar
Draumaleit
Feluleikur
Sláttur
Atvikskvæði
Aðfaranótt laugardags
Afbrot II
Þegar krumminn bjargaði deginum.
Dagur í lífi djöfuls viðrinis
Mynd af kveðjustund, máluð á minningu
Raunir hins hjartarifna
Eindrykkja
Stúlkan
Þar sem draumar eru drepnir
Stúlkan II
Tímamót
Stúlkan III
Kvótt (búið og gert) - óljóð
Tóma Rúm
Ósvefnía
Kveðja til vinkonu
Miðnætursólin
Helgin í hundraðogeinum
Þagnaðu
Tálsýnirnar
Sniftin