Kvótt (búið og gert) - óljóð
Það er kvöld og ég anda að mér súkkulaðireyknum.
Kvöld, eða réttara sagt: Kvótt = kvöld+nótt.
Blá, svört, skínandi, hljóðandi, gangaframogafturtilbaka nótt.
Blásvöskíhljógangaframogafturtilbakanótt.
Með súkkulaðireyk í eftirdragi ætla ég að standa upp, ganga í hringi og hugsa upp næstu línu.
-Ég fer á hækjur mér, skrifa þessa línu og ætla að ganga nokkra hringi með krotbókina.
-Þegar ég geng í hringi gerir skugginn af mér á krotbókinni það líka - fer í hringi.
-Ganga meira..Með pennann í þetta skipti
Ég flauta ekkilag, gleymdi að setja punkt í síðustu setningu.
-Ég geng hinn hringinn, með punkt í þetta skipti.
-Ég pota í pappír á þvottasnúru.
-Ég tek mynd af pappír á þvottasnúru.
-Ég geng í áttur, stoppa og tek smók af súkkulaðisígarettunni. Reykurinn svíður í hægra augað.
-Ég geng óreglubundið og sveifla fótunum. Skrifa svo með bókina á hægra hné.
-Ég sest aftur niður..Sígarettan með súkkulaðireyknum er búin...ég kastaði henni yfir vegginn.
-Nú er að lesa yfir..Byrja nú----------->búið.
Glamur í hnífapörum og röddin hennar mömmusamtekkimömmu, pabbasamtekkipabba og ömmusamtekkiömmu.
Málfræðilega vitlaus setning hér á undan. Vit + laus..ergo: laus við vit. Heppin hún..
þ.e.a.s setningin.
Ég halla mér til vinstri og reyni að leysa vind. Það tókst ekki..:( fýlukall var þetta.
Þó ekki prumpufýlukall. Blaðsíðan er búin..næstum því..
-Nafn sett á söguna. Þó ekki sögina..
Ég er ekki smiður.
Kvöld, eða réttara sagt: Kvótt = kvöld+nótt.
Blá, svört, skínandi, hljóðandi, gangaframogafturtilbaka nótt.
Blásvöskíhljógangaframogafturtilbakanótt.
Með súkkulaðireyk í eftirdragi ætla ég að standa upp, ganga í hringi og hugsa upp næstu línu.
-Ég fer á hækjur mér, skrifa þessa línu og ætla að ganga nokkra hringi með krotbókina.
-Þegar ég geng í hringi gerir skugginn af mér á krotbókinni það líka - fer í hringi.
-Ganga meira..Með pennann í þetta skipti
Ég flauta ekkilag, gleymdi að setja punkt í síðustu setningu.
-Ég geng hinn hringinn, með punkt í þetta skipti.
-Ég pota í pappír á þvottasnúru.
-Ég tek mynd af pappír á þvottasnúru.
-Ég geng í áttur, stoppa og tek smók af súkkulaðisígarettunni. Reykurinn svíður í hægra augað.
-Ég geng óreglubundið og sveifla fótunum. Skrifa svo með bókina á hægra hné.
-Ég sest aftur niður..Sígarettan með súkkulaðireyknum er búin...ég kastaði henni yfir vegginn.
-Nú er að lesa yfir..Byrja nú----------->búið.
Glamur í hnífapörum og röddin hennar mömmusamtekkimömmu, pabbasamtekkipabba og ömmusamtekkiömmu.
Málfræðilega vitlaus setning hér á undan. Vit + laus..ergo: laus við vit. Heppin hún..
þ.e.a.s setningin.
Ég halla mér til vinstri og reyni að leysa vind. Það tókst ekki..:( fýlukall var þetta.
Þó ekki prumpufýlukall. Blaðsíðan er búin..næstum því..
-Nafn sett á söguna. Þó ekki sögina..
Ég er ekki smiður.
Óljóð samið í annarlegu ástandi í hinni grænu Brasilíu. Gæti mögulega talist misbeiting þess valds sem talandi fólk hefur á málinu. Kærur vinsamlegast afþakkaðar.