Hjálp að handan
Svartnættið umlykur mig
er ég geng inn í skóg brostinna hjarta
ekki fleiri hugsanir um þig
né framtíðina bjarta,
sokkin í sorgarinnar hyl
með skuggan mér við hlið,
ég geng framhjá nöktum trjám um óttubil
og hef engan að tala við.
Finnst eg svo ein
en finn þó fyrir nærveru,
ég styn og sest á kaldan stein
og hugsa hver eða hverjir hjá mér eru.
Svo heyri ég rödd sem nálgast óðum
loks finn ég léttan andardrátt
heyri lesið úr fegurstu ljóðum
en sjálf segji ég heldur fátt.
Ég tárast gegn eigin vilja
og veit að þetta vinur minn er
svo lít ég upp og þykist loks skilja
og hamingju hrollur um alla mig fer.
Horfinn vinur við hlið mér stendur
ég brosi og yfir augun strýk
sé þá að skjálfti fer um mínar hendur
hamingjustundin er slík.
Hann segjir mér að örvænta ekki
og vanga mínum klappar létt
segir að tilfinninguna hann þekki
og faðmar mig að lokum þétt.
Hverfur hann svo milli runna
eftir að hafa hjarta mitt glatt
rís þá aftur gamla sunna
og enda á allar sorgir batt.
er ég geng inn í skóg brostinna hjarta
ekki fleiri hugsanir um þig
né framtíðina bjarta,
sokkin í sorgarinnar hyl
með skuggan mér við hlið,
ég geng framhjá nöktum trjám um óttubil
og hef engan að tala við.
Finnst eg svo ein
en finn þó fyrir nærveru,
ég styn og sest á kaldan stein
og hugsa hver eða hverjir hjá mér eru.
Svo heyri ég rödd sem nálgast óðum
loks finn ég léttan andardrátt
heyri lesið úr fegurstu ljóðum
en sjálf segji ég heldur fátt.
Ég tárast gegn eigin vilja
og veit að þetta vinur minn er
svo lít ég upp og þykist loks skilja
og hamingju hrollur um alla mig fer.
Horfinn vinur við hlið mér stendur
ég brosi og yfir augun strýk
sé þá að skjálfti fer um mínar hendur
hamingjustundin er slík.
Hann segjir mér að örvænta ekki
og vanga mínum klappar létt
segir að tilfinninguna hann þekki
og faðmar mig að lokum þétt.
Hverfur hann svo milli runna
eftir að hafa hjarta mitt glatt
rís þá aftur gamla sunna
og enda á allar sorgir batt.