Vetrarkveld
Stjörnuglit
á vetrarkvöldi
til hvíldar er veröldin gengin,
hugur reikar
um auðar götur
og hvítan snjó.
Hugsun staðnar
því dulrænt ljóð berst kyrrðinni frá
og bærist yfir spegilslétt hafið.
Hvíslar milli fjalla
sem tunglið gægist á,
norðurljósin hægt mjakast, koma
svo fegurðin brosir við.
Tréin glaðlega veifa til himins
er ég geng heim til hvílu
og dreg frá glugganum
svo fegurðin geti kíkt inn
er ég lygni augunum aftur
og býð góða nótt.
á vetrarkvöldi
til hvíldar er veröldin gengin,
hugur reikar
um auðar götur
og hvítan snjó.
Hugsun staðnar
því dulrænt ljóð berst kyrrðinni frá
og bærist yfir spegilslétt hafið.
Hvíslar milli fjalla
sem tunglið gægist á,
norðurljósin hægt mjakast, koma
svo fegurðin brosir við.
Tréin glaðlega veifa til himins
er ég geng heim til hvílu
og dreg frá glugganum
svo fegurðin geti kíkt inn
er ég lygni augunum aftur
og býð góða nótt.