Bergnuminn
við hvellan söng vorboðanna
hniprar nóttin sig saman

hvít rúmföt
blakta einmanna í vorgolunni
og síðustu kossarnir
þorna hægt í sólargeislunum

á meðan eineygðir borgarbúar
gæða sér á ís í álfheimum
og saltfiskbreiðan
stækkar við laugarbakkann
sit ég bergnuminn
og stari á útbrunnið kerti

bíð þess
að nóttin herði upp hugann
á ný
 
Steindór Ívarsson
1963 - ...


Ljóð eftir Steindór Ívarsson

Neon
Bergnuminn
Selló
Perlur
Kjólfötin
Garðyrkjumaðurinn
Í Heiðmörk
Fordómar
Að lokum