

stundum
þegar allir í nóttinni
sofa vært
vakna ég
horfi á
andlit þitt
finn ilminn af
líkama þínum
hlusta á rólegan
andardrátt þinn
en rétt áður
en fyrsti sólargeislinn
læðist inn í herbergið
á gulum inniskóm
loka ég augunum
svo þú getir
vakið mig
með vörum þínum
og ég litið
bláar perlur
komandi dags
þegar allir í nóttinni
sofa vært
vakna ég
horfi á
andlit þitt
finn ilminn af
líkama þínum
hlusta á rólegan
andardrátt þinn
en rétt áður
en fyrsti sólargeislinn
læðist inn í herbergið
á gulum inniskóm
loka ég augunum
svo þú getir
vakið mig
með vörum þínum
og ég litið
bláar perlur
komandi dags