Perlur
stundum
þegar allir í nóttinni
sofa vært
vakna ég

horfi á
andlit þitt
finn ilminn af
líkama þínum
hlusta á rólegan
andardrátt þinn

en rétt áður
en fyrsti sólargeislinn
læðist inn í herbergið
á gulum inniskóm
loka ég augunum

svo þú getir
vakið mig
með vörum þínum

og ég litið
bláar perlur
komandi dags
 
Steindór Ívarsson
1963 - ...


Ljóð eftir Steindór Ívarsson

Neon
Bergnuminn
Selló
Perlur
Kjólfötin
Garðyrkjumaðurinn
Í Heiðmörk
Fordómar
Að lokum