Öskjugos
Í hóp minna kunningja kátur ég er
Í kirkju eða á fundi þó sjaldan mér flýti
og seint verður Askja til ánægju mér
þó eldstraumur bruni þar neðan úr víti
en konur þið freistið mín heima og hér
það heillar mig vanginn og barmurinn hvíti

Við athugun sagna mér oft hefur virst
það ekki sé kynlegt þó hjörtu okkar brenni
í svefnrofanum hefur mér sannleikur birst
því sjálfur ég trúi og öðrum það kenni
að skaparinn kæmi upp konunni fyrst
og karlmanninn síðan hann ætti með henni

Aðalsteinn Ólafsson
1917 - 1998  
Aðalsteinn Ólafsson
1917 - 1998


Ljóð eftir Aðalstein Ólafsson

Öskjugos
Sextugur
Glugginn
Geislar skína skærir,
Í leit að lífsins gæðum
Holdið er veikt
Þráhyggja
Gáta
List
Morgunleikfimi
Biðin
Ljóðasmiður
Prangarar í pólitík,
Við syngjum ljóð á sumardegi glöðum
Silungsveiði
Skáld
Ein lítil þjóð við eld og ís
Við fákæn leggjum flest af stað