Ein lítil þjóð við eld og ís
Ein lítil þjóð við eld og ís
Og öldu barðist stríða.
Þar sjaldan virðist sigur vís
Og sundin lokuð víða.
En fólkið reyndi að forðast grand
til frelsis sótti að vonum.
Því varð til dýrlegt drauma land
Hjá dætrum þess og sonum.

hjá þeim sem eignast dýran draum
hver dagur sigur færir.
Í baráttu við storm og straum
sitt stærsta margur lærir.
Og til að eignast eina sál
menn ortu fögur ljóðin.
Þá flestum tókst að forðast tál
svo frjáls og glöð var þjóðin.

En gæta fengsins frelsis þarf
Þess full er þörf að vonum.
Og þó við dýran eigum arf
Skal ekki sóa honum.
á tímamótum þarf hver þjóð
að þroska krafta sína.
Og finna gull á feðra slóð
En frelsi engu tína.  
Aðalsteinn Ólafsson
1917 - 1998
Samið á 17Júní 1974.


Ljóð eftir Aðalstein Ólafsson

Öskjugos
Sextugur
Glugginn
Geislar skína skærir,
Í leit að lífsins gæðum
Holdið er veikt
Þráhyggja
Gáta
List
Morgunleikfimi
Biðin
Ljóðasmiður
Prangarar í pólitík,
Við syngjum ljóð á sumardegi glöðum
Silungsveiði
Skáld
Ein lítil þjóð við eld og ís
Við fákæn leggjum flest af stað