Við fákæn leggjum flest af stað
Við fákæn leggjum flest af stað
í ferð sem einkum snýst um það
að leita margs á lífsins braut,
þar lán og óhöpp falla í skaut.

Sú braut er hvorki bein né slétt,
samt bjargast allt sé stefnan rétt,
hvar endar hún fæst ekkert val,
því ungur má en gamall skal.

Þeim leið til baka engin er
sem yfir landamærin fer,
en víst ég tel að vinar hönd
þar vísi inn á sólarströnd.  
Aðalsteinn Ólafsson
1917 - 1998
Þessa vísu orti Aðalsteinn í minningu stjúpdóttur sinnar, Klöru, sem lést fyrir aldur fram.


Ljóð eftir Aðalstein Ólafsson

Öskjugos
Sextugur
Glugginn
Geislar skína skærir,
Í leit að lífsins gæðum
Holdið er veikt
Þráhyggja
Gáta
List
Morgunleikfimi
Biðin
Ljóðasmiður
Prangarar í pólitík,
Við syngjum ljóð á sumardegi glöðum
Silungsveiði
Skáld
Ein lítil þjóð við eld og ís
Við fákæn leggjum flest af stað