Milli vonar og ótta
Ég stend á barmi gljúfurs
hyldýpið fyrir neðan
tærnar standa fram af brúninni
og ég er við það að falla
- eilíf glötun í myrkri undirdjúpanna

Fyrir ofan er sólin.
Hún tegir sig í átt til mín
Hitar vangann
-og heldur
mér í styrkum örmum sínum
- og lofar mér betri tíð.

Á ég að hrökkva eða stökkva?  
Tíbrá
1986 - ...


Ljóð eftir Tíbrá

Hjálparhönd
Milli vonar og ótta
Heilaþvottur
Höfnun
Nú er nóg komið!
Áróður gegn iðjuleysi