Ósvefnía
Orðin sem þú kastaðir í mig brenna sig gegnum húð mína eins og sýra.
Ég brenn allur að innan en þó er ekkert til að brenna því ég er tómur að innan, innantómur eins og
athafnir okkar og orð hafa verið undanfarið.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.
Ég lifi hvorki í núinu, þáinu né verðandinu.
Ég einfaldlega er ekki hérna.
Hugurinn er kominn yfir á stað sem er ekki hægt að skilgreina, því skilgreiningar njörva hluti og
athafnir niður í eitthvað fast form eða ramma og hvorki ég né hugurinn erum innan þess ramma sem
þú vildir að við hefðum verið í.
Við erum frjálsir.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.
Því meira sem ég vaki, því meira fjarlægist ég efnisheiminn og ég er bara temmilega sáttur við það
því efni verður aðeins til trafala og því betri skilning sem ég hef á efni því meiri áhuga hef ég
á því sem er ósnertanlegt, óskilgreint og einfaldlega bara ekki hér.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.
Eitt af því við efni sem lætur það virka fráhrindandi á mig er hversu fast það festir sig við mann.
Sjúkdómur er gott dæmi um slíkt. Þú smitaðir mig af einum slíkum, og sá sjúkdómur sýgur sig fastan
við mig, bítur sig inn í húðina og lendir í hjartanu þar sem hann hefur upphaflegt ætlunarverk sitt
sem er að kremja það hægt og rólega þangað til ég engist um í sársauka, græt augun úr augntóftunum
og enda svo loks á gólfinu þar sem ég leysist upp í ekkert og næ endanlegu takmarki mínu:
að losna úr efnisheiminum.
Þú hefur víst smitað mig af ólæknandi sjúkdómi sem aðeins svefninn getur læknað.
Þú smitaðir mig af þér.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.
Ég brenn allur að innan en þó er ekkert til að brenna því ég er tómur að innan, innantómur eins og
athafnir okkar og orð hafa verið undanfarið.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.
Ég lifi hvorki í núinu, þáinu né verðandinu.
Ég einfaldlega er ekki hérna.
Hugurinn er kominn yfir á stað sem er ekki hægt að skilgreina, því skilgreiningar njörva hluti og
athafnir niður í eitthvað fast form eða ramma og hvorki ég né hugurinn erum innan þess ramma sem
þú vildir að við hefðum verið í.
Við erum frjálsir.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.
Því meira sem ég vaki, því meira fjarlægist ég efnisheiminn og ég er bara temmilega sáttur við það
því efni verður aðeins til trafala og því betri skilning sem ég hef á efni því meiri áhuga hef ég
á því sem er ósnertanlegt, óskilgreint og einfaldlega bara ekki hér.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.
Eitt af því við efni sem lætur það virka fráhrindandi á mig er hversu fast það festir sig við mann.
Sjúkdómur er gott dæmi um slíkt. Þú smitaðir mig af einum slíkum, og sá sjúkdómur sýgur sig fastan
við mig, bítur sig inn í húðina og lendir í hjartanu þar sem hann hefur upphaflegt ætlunarverk sitt
sem er að kremja það hægt og rólega þangað til ég engist um í sársauka, græt augun úr augntóftunum
og enda svo loks á gólfinu þar sem ég leysist upp í ekkert og næ endanlegu takmarki mínu:
að losna úr efnisheiminum.
Þú hefur víst smitað mig af ólæknandi sjúkdómi sem aðeins svefninn getur læknað.
Þú smitaðir mig af þér.
Svefnleysið sæta
syngdu mig burt.