Drykkjublús.
Máninn lýsir veginn
peysan illa þvegin
og götóttir skórnir
ásamt flöskunni tómri.

Myrkrið syngur söngva
um raddir stelpna þröngra
sem sitja í hverju horni
og bíða þess þær þorni.

Og ef vantar annan drykk
samviskuna ég sel
fyrir ósköp lítið slikk
og svo næstu flösku vel.

Yfir miðbæ fer að birta
þá morgunmatur er étinn
í skiptum fyrir rettur
sem hann átti dauði Bretinn.
 
Yeoman
1989 - ...


Ljóð eftir Yeoman

Stéttskipting
Sólinni lekur lífinu.
Drykkjublús.
Kröftugar samfarir.
Skyndikynni.
Ást.