Hjartsláttur
Með hjartað í buxunum
lít ég niður

með hjartað í buxunum
roðna ég niður
í tær

með hjartað í buxunum
stend ég orðlaus

með hjartað í buxunum
heyri ég ekkert
nema hjartslátt minn
og hlátur þinn
 
ÓliStef
1962 - ...


Ljóð eftir Óla

Málbeinið
Stífla
Hver er gátan?
Hjartsláttur
Maraþon
Eftirlit