Maraþon
Eins og reiður nashyrningur
göslast ég áfram
og horfi beint fram á veginn

Eins og reiður broddgöltur
bruna ég heitur áfram
og leiði umhverfið hjá mér

Eins og reið skjaldbaka
staulast ég áfram
síðustu metrana
án þess að taka eftir því

Fjörutíuogtvöþúsundeitthundraðníutíuogfimm metrar eru liðnir

 
ÓliStef
1962 - ...


Ljóð eftir Óla

Málbeinið
Stífla
Hver er gátan?
Hjartsláttur
Maraþon
Eftirlit