Eftirlit
Efst ofar flestu
blundar myndavélin
í fjórar millisekúndur
á milli síðustu
og næstu töku

Skimandi í kringum sig
læðist hann
út úr skugganum
og tekur á rás milli hindrana

Vökult linsuauga
nemur hreyfingar hans
í tunglskininu  
ÓliStef
1962 - ...


Ljóð eftir Óla

Málbeinið
Stífla
Hver er gátan?
Hjartsláttur
Maraþon
Eftirlit