1388


Pínulítið og veikt barn fæðist til mín
Sonur minn, smár og veikur
Slöngur, tæki og súrefni í kassa hans
Barnið grætur sárt, móðir grætur lágt
Hvernig fer þetta ? Hvernig líf verður þetta ?
Sonur minn er duglegur
Duglegur og fallegur lítill angi

Ég get ekki haldið á honum
Ég get ekki passað hann
Ég get ekki gengið með hann um gólf
Hann grætur þegar hann er stunginn
Hann grætur þegar hann er snertur
Hann grætur því hann skilur ekki
Skilur ekki afhveju mamma tekur hann ekki

Loksins kemur anginn heim til mín
Fallegu brúnu afa augun hans
Horfa á mig og brosa
Hann sefur í fangi mínu loksins
Hann sefur í rúmi mínu loksins
Heldur í hendi mína
Móður ástin fangar okkur tvö
Ég elska þig litla hetjan mín10.marz 2006
 
Jóhanna Iðunn
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Iðunni

Líf
1388
Glerhús brotna
Þrautir
Skrýtið
Vængbrot
Garðurinn
Vond sál
Saga af manni
Ég sé
Ást á himnum
Þungt Fótspor