Garðurinn


Ég sit við nafnið þitt
Það er kalt
Það er dimmt
Það er hljótt
Stundum finnst mér
Eins og ég sé þannig
Afhverju stendur nafnið þitt þarna?
Afhverju stendur þú ekki hjá mér?
Ég lít til himins
Sé tindrandi stjörnur
Og norðurljós dansa
Þau þeysast um allt
Þau dansa fyrir mig
Mér hlýnar og ég brosi
Því ég veit að þú ert mér hjá
15.marz 2006

 
Jóhanna Iðunn
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Iðunni

Líf
1388
Glerhús brotna
Þrautir
Skrýtið
Vængbrot
Garðurinn
Vond sál
Saga af manni
Ég sé
Ást á himnum
Þungt Fótspor