Saga af manni
Þú misstir þinn son yfir móðuna miklu
Sál þín var brotin í 19.löng ár
Þú talaðir um hann og sagðir mér sögur
Sögur um ást hans á börnunum tveim

Þú sagðir mér sögu um fund okkar þriggja
Er hann hélt á mér lyftunni frá
Ég strauk hans blíða vanga og leit í hans bláu
Skríkti og hló og skemmti mér vel

Er það tók að kvölda ég sofnaði blítt
Hrökk upp með andfælum kallaði títt
Og pabbi kom hlaupandi róaði mig
Það var unun að heyra þig segja mér sögur
Sögur af manni sem hvarf mér of fljótt

Oft sá ég tár renna af kinnum
Af söknuð og sorg
Í hjarta og sál
En kvöld eitt júní þú ákvaðst að nú
Væri tíminn að hittann á ný
Þú hélst því af stað að hitta þinn áskæra son
Ég sakna ykkar beggja
Og afa míns líka
Ég veit líka að einn bjartan dag
Við hittumst öll aftur á ný


15.marz 2006
 
Jóhanna Iðunn
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Iðunni

Líf
1388
Glerhús brotna
Þrautir
Skrýtið
Vængbrot
Garðurinn
Vond sál
Saga af manni
Ég sé
Ást á himnum
Þungt Fótspor