Vængbrot


Föstudagsmorgun, fallegt veður
Fuglar sungu, bílar keyrðu
Hvernig getur verið að allt sé eðlilegt úti
Við sem sitjum hér með sorg í hjarta
Höldum í hönd þína
Pabbi vinstri ég hægri
Við horfum á andadrátt þinn hverfa
Við horfumst í augu, sorgmædd
Ég hvísla í eyra þitt
Þetta verður allt í lagi gullið mitt
Þú mátt sleppa, og þú sleppir

Örvæntingin grípur mig, hvað á ég að gera
Hvernig á ég að geta þetta, ég sleppti þér
Afhverju gerði ég það
Ég hleyp út, sest í sólskinið
Græt og geng um borgina
Kem aftur til að kveðja líkama þinn
Og finna hlýju fjölskyldunnar
Í síðasta skipið
Ég er vængbrotinn fugl

Ég get ekki hugsað skýrt
Ég geri mistök og aftur mistök
Ég bara get ekki hugsað skýrt
Kollurinn móttækilegur fyrir móðurást
Telur sig finna hana en sú ást brennir mig
Ég leita að föðurást en faðir er brotinn eins og ég
Hann hugsar ekki skýrt heldur

Við flögrum hring eftir hring
Komumst ekki áfram eða úr heiftinni
En allt í einu kemur fregnin
Anskotans krabbinn kominn í föður
Sameinuð stöndum við saman á ný
Ekkert getur breytt því sem gerst hefur
En við getum breytt því sem mun gerast
Faðir og dóttir saman á ný

Ég brosi, vængbrot okkar hefur læknast
Við höldum áfram, höldum áfram með góðu hjarta
Sameinuð stöndum við aftur á ný

10.marz 2006

 
Jóhanna Iðunn
1974 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu Iðunni

Líf
1388
Glerhús brotna
Þrautir
Skrýtið
Vængbrot
Garðurinn
Vond sál
Saga af manni
Ég sé
Ást á himnum
Þungt Fótspor