

Það er ekki heiglum hent
í hjónabandi í hálfa öld.
Samt fríð og frísk og mjög vel tennt
finnst mér amma vera í kvöld.
Í henni ömmu er ofurhetja
sem ávallt okkur er að hvetja.
Í nösinni geymir norræn bein,
hún nær sér eftir sérhvert mein!
Af hreinlæti var alltaf hrifin
hrikalega er konan þrifin!
Dugmikil, drífandi heldur í siðinn
að dansa um húsið, ráðgóð og iðin.
Aldrei við gleymum að áttum þig að
er pabbi okkar hvarf burt frá þessum stað.
Á blýþungri stundu þú gafst okkur styrk,
stuðning sem entist uns vék nóttin myrk.
í hjónabandi í hálfa öld.
Samt fríð og frísk og mjög vel tennt
finnst mér amma vera í kvöld.
Í henni ömmu er ofurhetja
sem ávallt okkur er að hvetja.
Í nösinni geymir norræn bein,
hún nær sér eftir sérhvert mein!
Af hreinlæti var alltaf hrifin
hrikalega er konan þrifin!
Dugmikil, drífandi heldur í siðinn
að dansa um húsið, ráðgóð og iðin.
Aldrei við gleymum að áttum þig að
er pabbi okkar hvarf burt frá þessum stað.
Á blýþungri stundu þú gafst okkur styrk,
stuðning sem entist uns vék nóttin myrk.
(mars 2006.)