amma áttræð
Það er ekki heiglum hent
í hjónabandi í hálfa öld.
Samt fríð og frísk og mjög vel tennt
finnst mér amma vera í kvöld.

Í henni ömmu er ofurhetja
sem ávallt okkur er að hvetja.
Í nösinni geymir norræn bein,
hún nær sér eftir sérhvert mein!

Af hreinlæti var alltaf hrifin
hrikalega er konan þrifin!
Dugmikil, drífandi heldur í siðinn
að dansa um húsið, ráðgóð og iðin.

Aldrei við gleymum að áttum þig að
er pabbi okkar hvarf burt frá þessum stað.
Á blýþungri stundu þú gafst okkur styrk,
stuðning sem entist uns vék nóttin myrk.
 
óskar halldórsson holm
1974 - ...
(mars 2006.)


Ljóð eftir óskar

6300 km hugarflug.
síðasta skiptið
Hinsta Jarðarförin
Flöskudagur
Um fingraferðir
Pabbi
Fyrsta brúðkaupið
Leikfimi
aldrei eins einmana, aleinn og svefnvana
rúnir og rósir I
rúnir og rósir II
upp hún brann er til hann fann
Jól 1994
Lífsreglur (til lítils bróður).
Jól 1998
Jól 1995
Áramótakvöld 1999
01011900
Tár fellir
Í svefnherbergi sláturhússins
eldhnöttur
morgunljóð
áramótaheit ást
Emil tvítugur
2004
drykkjuvísa i
drykkjuvísa ii
óskar bata óskar
the cat within
barnatrú
Liggur ljóðaharpan hljóð
grímur
kraftaverka kona
Hamarsheimta
þessi skrýtna ást
klandur
amma áttræð
skotinn í flugvél
at the car rental agency
fermingarvísa handa halldísi
Wasted Years
dómur
skýþróttir
hlutverk vísindamannsins
fræði strengja
ilmvatnsleifar
draumkennt svefnleysi
jól 2007
Eldsneytisfreyja
halldór logi
ilmvatnsleifar II
smellið hér til að bæta við athugasemd