GUNNU LEIÐ.

Þú sem átt frelsið allsstaðar falið
og flísar líklega úr heilögum runna
þú sem átt góðvild og gæsku í trogum
og gráðuga unga með síopna munna
stattu nú sterk
með stöðugan verk
og hlýddu nú þeim sem alls ekkert kunna.

Þú sem átt ekkert nema allt gott skilið
ert eilíf og sterk einsog stálsleginn tunna
þú sem ert hátt yfir raunirnar hafin
hættu að lifa einsog beinaber nunna
stattu svo sterk
með stöðugan verk
og hlýddu á þá sem alls ekkert kunna.

Nú skaltu hugsa því kallið hér kemur
kallin hann þambar upp þína brunna
reistu þig við og reimaðu skóna
þú Ragnheiður Ingibjörg Valgerður Gunna
stattu nú sterk
með stöðugan verk
og hlýddu ekki á þá sem alls ekkert kunna.

Rífðu þig upp og rústberðu líkið
og reyndu að losna við þennan klunna
hentonum út helst í Mið Atlantshafið
og hérmeð þú ljómar einsog máni og sunna.
stattu svo sterk
stöðug og merk
og hlýdd´ ekki þeim sem alls ekkert kunna.

 
Guðni Már Henningsson
1952 - ...


Ljóð eftir Guðna Má Henningsson

Ófædd andvana
Reikistjarna
Ég leitaði.
Getsemane.
MYNDIR OG MINJAGRIPIR.
Ástarsaga
MANSTU ÞÁ VINDA
Vögguvísa.
Af himnum ofan
Gleym mér ei.
Babylon borg ánauðar
Siggi Sigg.
Úlpuklædd sól
Ég er.....
Komdu fagnandi.
Þar sem jörðin skalf.
Ég veit.
GUNNU LEIÐ.
Ekki meir.
Ég er ekki.
Sögulok
Hér er mitt
Sá ekki til sólar
Blómin á botninum
Kvæði um Guð og menn
Ergo
Allt sem við áttum
Ég á þig
Við getum ekki dansað meir
Mánudagur.
Við héngum saman.
Softly and tenderly ný þýðing.
Sólarsamba # 2
Skáldaðu skáldmenni
Meyr
Seint
Svefnlaus nótt
Í nótt
Gjáin
Þú
Steinninn sem hamast.
.........og svo ertu farin.
Fóstra mín.
Fuglar
Endalokin
Blóm
Steinn
Veður
Bergperlur
Leit
Sagnlaus
Tvíburinn minn.
Ekki minnast á morgundaginn.
Dimmar stundir
Norðanáhlaup
Regn
Í minningu vindsins
Vorvísa
Gærdagur
Presturinn
Í mánaskini
Það er ennþá maí.
Myndir
Fótspor
Perla
Glíma
Hönd í hönd
Esja
Glíma
Regnboginn grætur
Augnablik
Stúlkan mín.
Aladdinn og lampinn
Járnsól
Myndir
Nýr máni
Jónas Hallgrímsson
Litir