Myndir
Ég stari á þig af málverki inní stofu
með stjörfum augum engu lík
það hríslast um mig þar sem ég hangi
og ég held að ópið sé eftir Grieg.

Á þessari brú í bláma kvöldsins
hef ég beðið eftir svari frá þér
með angist í augum í kæfðu ópi
ertu nú loks að fara frá mér?

Er það Erró eða Pablo Picasso
eða plaggat af Rolling Stones
Kjarval eða Flóki eða Vincent eða Monet
ég vil ekki hanga til eilífðarnóns

Í stjörnubjartri nótt ég birtist á ný
og brosi dálítið fjarstæðukennt
í nótt er ég glaður í skærgulum litum
og gæli við þig og eyra Vincent

Ég er skærasta stjarnan á himni háum
og hér vil ég dvelja alla tíð
í undarlegum litum frá einmana manni
sem í eiginn ranni háði sitt stríð

Er það Erró eða Pablo Picasso
eða plaggat af Rolling Stones
Kjarval eða Flóki eða Vincent eða Monet
ég vil ekki hanga til eilífðarnóns

Ég er frosið augnablik á málaðri mynd
og með mér hinir og þessir
ég er sól og tungl og fuglar og fólk
og fjara þegar það hvessir

Ég er einn og ég er með öllum hinum
og stundum ég fyrirfinnst hvergi
ég hangi á göngum og í gylltum sölum
eða er geymdur inná hótelherbergi

Er það Erró eða Pablo Picasso
eða plaggat af Rolling Stones
Kjarval eða Flóki eða Vincent eða Monet
ég vil ekki hanga til eilífðarnóns 
Guðni Már Henningsson
1952 - ...


Ljóð eftir Guðna Má Henningsson

Ófædd andvana
Reikistjarna
Ég leitaði.
Getsemane.
MYNDIR OG MINJAGRIPIR.
Ástarsaga
MANSTU ÞÁ VINDA
Vögguvísa.
Af himnum ofan
Gleym mér ei.
Babylon borg ánauðar
Siggi Sigg.
Úlpuklædd sól
Ég er.....
Komdu fagnandi.
Þar sem jörðin skalf.
Ég veit.
GUNNU LEIÐ.
Ekki meir.
Ég er ekki.
Sögulok
Hér er mitt
Sá ekki til sólar
Blómin á botninum
Kvæði um Guð og menn
Ergo
Allt sem við áttum
Ég á þig
Við getum ekki dansað meir
Mánudagur.
Við héngum saman.
Softly and tenderly ný þýðing.
Sólarsamba # 2
Skáldaðu skáldmenni
Meyr
Seint
Svefnlaus nótt
Í nótt
Gjáin
Þú
Steinninn sem hamast.
.........og svo ertu farin.
Fóstra mín.
Fuglar
Endalokin
Blóm
Steinn
Veður
Bergperlur
Leit
Sagnlaus
Tvíburinn minn.
Ekki minnast á morgundaginn.
Dimmar stundir
Norðanáhlaup
Regn
Í minningu vindsins
Vorvísa
Gærdagur
Presturinn
Í mánaskini
Það er ennþá maí.
Myndir
Fótspor
Perla
Glíma
Hönd í hönd
Esja
Glíma
Regnboginn grætur
Augnablik
Stúlkan mín.
Aladdinn og lampinn
Járnsól
Myndir
Nýr máni
Jónas Hallgrímsson
Litir