Við getum ekki dansað meir
Hví skildum við dansa útí niðdimma nótt
er Drottinstími er fjarri og harpan fagra týnd!
Við höfum hér allt þó ekkert sé eftirsótt
og ástin sem var tilreydd hún var aldrei sýnd.

Það er ekki hægt að heimta svo mikið
að hérumbil allt komi að vörmu spori
við getum hvorki dansað né dustað af rykið
af daunillum vetrum sem komu undan vori.

Því mun það réttast að halda í haustið
sem hér hefur ríkt allar síðustu aldir.
Bátur okkar fúinn við bárum hann í naustið
og bráðum verða allir dagar hans taldir.

Það er talsvert fleira sem bíður brota tíma
við berum samt svo fátt og lítið á torg
haustdag einn kaldan er sólin fer að hríma
hefjumst við handa´ og rústum vora borg.
 
Guðni Már Henningsson
1952 - ...


Ljóð eftir Guðna Má Henningsson

Ófædd andvana
Reikistjarna
Ég leitaði.
Getsemane.
MYNDIR OG MINJAGRIPIR.
Ástarsaga
MANSTU ÞÁ VINDA
Vögguvísa.
Af himnum ofan
Gleym mér ei.
Babylon borg ánauðar
Siggi Sigg.
Úlpuklædd sól
Ég er.....
Komdu fagnandi.
Þar sem jörðin skalf.
Ég veit.
GUNNU LEIÐ.
Ekki meir.
Ég er ekki.
Sögulok
Hér er mitt
Sá ekki til sólar
Blómin á botninum
Kvæði um Guð og menn
Ergo
Allt sem við áttum
Ég á þig
Við getum ekki dansað meir
Mánudagur.
Við héngum saman.
Softly and tenderly ný þýðing.
Sólarsamba # 2
Skáldaðu skáldmenni
Meyr
Seint
Svefnlaus nótt
Í nótt
Gjáin
Þú
Steinninn sem hamast.
.........og svo ertu farin.
Fóstra mín.
Fuglar
Endalokin
Blóm
Steinn
Veður
Bergperlur
Leit
Sagnlaus
Tvíburinn minn.
Ekki minnast á morgundaginn.
Dimmar stundir
Norðanáhlaup
Regn
Í minningu vindsins
Vorvísa
Gærdagur
Presturinn
Í mánaskini
Það er ennþá maí.
Myndir
Fótspor
Perla
Glíma
Hönd í hönd
Esja
Glíma
Regnboginn grætur
Augnablik
Stúlkan mín.
Aladdinn og lampinn
Járnsól
Myndir
Nýr máni
Jónas Hallgrímsson
Litir