Litir
Allar mínar væntingar sendi ég þér
allir þessir bláu litir eru ætlaðir mér
og allir mínir litir
hverfa til himins
og myndin sem ég gerði enginn mannlegur máttur sér.

Og nafn þitt féll sem snjórinn á engið
og litirnir mínir eru gjafir sem enginn hefur fengið
og allir þessir litir
hverfa til himins
og ég skil ekki lengur orsakasamhengið

Hvað er það sem bíður bakvið kvöldsins myrkur
hvað bað ég um er dagurinn var ljós
er það útlitið kalt eða hinn innri styrkur
er það engjasóley eða ein stök rós
hér er það sem aldrei skildi
og líklega einnig það sem enginn vildi.

Í myrkri, í ókunnri nótt á ókunnum stað
ég staðar nam, tók mína bók og fyrir þér bað
allt þitt myrkur
hverfur til himins
og allt verður að lokum endurskapað

Hvað er það sem bíður bakvið kvöldsins myrkur
hvað bað ég um er dagurinn var ljós
er það útlitið kalt eða hinn innri styrkur
er það engjasóley eða ein stök rós
hér er það sem aldrei skildi
og líklega einnig það sem enginn vildi.  
Guðni Már Henningsson
1952 - ...


Ljóð eftir Guðna Má Henningsson

Ófædd andvana
Reikistjarna
Ég leitaði.
Getsemane.
MYNDIR OG MINJAGRIPIR.
Ástarsaga
MANSTU ÞÁ VINDA
Vögguvísa.
Af himnum ofan
Gleym mér ei.
Babylon borg ánauðar
Siggi Sigg.
Úlpuklædd sól
Ég er.....
Komdu fagnandi.
Þar sem jörðin skalf.
Ég veit.
GUNNU LEIÐ.
Ekki meir.
Ég er ekki.
Sögulok
Hér er mitt
Sá ekki til sólar
Blómin á botninum
Kvæði um Guð og menn
Ergo
Allt sem við áttum
Ég á þig
Við getum ekki dansað meir
Mánudagur.
Við héngum saman.
Softly and tenderly ný þýðing.
Sólarsamba # 2
Skáldaðu skáldmenni
Meyr
Seint
Svefnlaus nótt
Í nótt
Gjáin
Þú
Steinninn sem hamast.
.........og svo ertu farin.
Fóstra mín.
Fuglar
Endalokin
Blóm
Steinn
Veður
Bergperlur
Leit
Sagnlaus
Tvíburinn minn.
Ekki minnast á morgundaginn.
Dimmar stundir
Norðanáhlaup
Regn
Í minningu vindsins
Vorvísa
Gærdagur
Presturinn
Í mánaskini
Það er ennþá maí.
Myndir
Fótspor
Perla
Glíma
Hönd í hönd
Esja
Glíma
Regnboginn grætur
Augnablik
Stúlkan mín.
Aladdinn og lampinn
Járnsól
Myndir
Nýr máni
Jónas Hallgrímsson
Litir