Slæmt útlit
Ég lít illa út í dag.
En hvers vegna?
Það er hvergi bólu að sjá.
Hvergi er eitthvað öðruvísi en venjulega.
En þrátt fyrir það er andlitið án svipbrigða.

Það er sálin mín.
Sama hversu mikið ég mála mig.
Sama hversu lengi ég dunda við hárið.
Sama hversu lengi ég stend í sturtunni.
Ég lít samt illa út.

Það er ekki hægt að mála yfir sálina.
Tilfinningarnar eru á sínum stað.
Þeim verður ekki breytt þrátt fyrir spegilinn.
Og þarna stend ég.
Hörð á því að gera mitt besta.
Enda á því að brosa tilgerðarlegu brosi framan í spegilmyndina.

Ég geng í burtu.
Kannski sér fólk ekki hvernig mér líður.
Kannski er ég fín og sæt.
En ég efast um það.

Ég veit hvernig mér líður.
Ég veit að andlitið mitt ljómar ekki af gleði.
Ég veit að augun glansa.
Ég veit að það er langt í brosið.

En þrátt fyrir þetta allt verð ég að lifa lífinu.
Ég verð að halda áfram út í daginn.
Ég verð að brosa framan í heiminn.
Ég verð að standa mig í því sem ég tek mér fyrir hendur.
Ég verð að takast á við það sem mætir mér í dag.  
Karítas
1987 - ...


Ljóð eftir Karítas

Er lífið dans á rósum?
Bara ef
Slæmt útlit
Hugsanir
Ein
Spegilmyndin
Er þetta ég?
Hvar ertu?
Brosið
Að falla eða vona
Ljósið
Takk
Tilgangur lífsins
Án titils
Hræðsla
Ský og tár
Stormur
Myrkur
Allt svart
...
Er ég eitthvað?
Lífið - Yndislegt
Kramið hjarta
Það hvarf
Við vitum ekki
Minning