Ljósið
Lítið ljós,
það er það sem ég sé.
Ég geng hægum skrefum í átt til þess.
Ég sé að það mætir mér,
kemur nær og nær.
Einn daginn næ ég ljósinu,
þá mætumst við, glöð og ánægð.

Ég og ljósið.
Myrkrið horfið, bara ég og ljósið.
Þá á mér eftir að líða vel.
Nú er bara að ganga skrefin,
hægt og hægt.
Að lokum mæti ég ljósinu.
Ég elska ljósið,
jafnvel þetta litla ljós í fjarska.
 
Karítas
1987 - ...


Ljóð eftir Karítas

Er lífið dans á rósum?
Bara ef
Slæmt útlit
Hugsanir
Ein
Spegilmyndin
Er þetta ég?
Hvar ertu?
Brosið
Að falla eða vona
Ljósið
Takk
Tilgangur lífsins
Án titils
Hræðsla
Ský og tár
Stormur
Myrkur
Allt svart
...
Er ég eitthvað?
Lífið - Yndislegt
Kramið hjarta
Það hvarf
Við vitum ekki
Minning