Er það okkur að kenna?
Það var ekkert verra en þegar danir voru í meirihluta.
Þeir hegðuðu sér eins og þeir væru rekstrarstjórar
en núna er markvisst starf Íslendinga í Danaveldi
að setja þá í minnihluta.
Gott á þá. Gott á gamla einveldið
Þeir minna á gamlan gæðing
sem reynir að halda í fyrri frægð.
Póstmódernismi er að deyja út
um leið og Íslendingar koma sterkir inn
sem aldrei fyrr.
Og í Köben fer fámenn hópur manna
um með skilti og fána.
Þeir hrópa ,, Íslendingar drápu póstmódernismann”.
Og fulltrúar okkar þar halla sér aftur með glotti
og kveikja sér í vindli.
 
Kolbrún Lilja
1987 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Traust
Sumarþrá
Ekkert svar
Veruleiki minn
Er það okkur að kenna?
Speglun|nulgepS
Tapað/Fundið