Tapað/Fundið
Ég pikka varlega í jakkaklædda öxl þína.
,,Fyrirgefðu herra, þú misstir eitthvað.”
Þú horfir undrandi á mig,
og heldur fast í pípuhattinn í rokinu.
,,Ertu viss um að ég eigi það, fröken?”
Ég kinka kolli og dreg fram blæðandi hjarta
undan svuntunni á köflótta kjólnum.
Augu þín verða eins og undirskálar.
,,Jahérna, missti ég þetta?
Ég á þetta ekki, heldur konan mín.
Hún gaf mér það,”
segir þú og brosir klaufalega.
,,Farðu varlega með það herra minn,
hún vill það áreiðanlega til baka í heilu lagi,”
segi ég og skokka heim að baka smákökur.
 
Kolbrún Lilja
1987 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Traust
Sumarþrá
Ekkert svar
Veruleiki minn
Er það okkur að kenna?
Speglun|nulgepS
Tapað/Fundið