Traust
Traust mitt er vatn í glasi
sem stendur á bjargi
En dag einn fellur steinn
úr bjarginu
og splundrar glasinu.
Traust mitt dreifist um bjargið
og gufar upp.
Svo fellur það
í annað glas
á öðru bjargi
langt frá þér.  
Kolbrún Lilja
1987 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Traust
Sumarþrá
Ekkert svar
Veruleiki minn
Er það okkur að kenna?
Speglun|nulgepS
Tapað/Fundið