Sumarþrá
Sólin er glöð eins og lítið barn
og breiðir geisla sína út um allt.
En vindurinn vill ekki að sólin skíni,
honum finnst hún trufla sitt ýl og væl.
Hann er að kenna laufblöðunum að syngja,
syngja fyrir þig.

En þú sérð ekki bros sólarinnar,
heyrir ekki söng laufblaðanna.
Þú stígur þungstígur til jarðar
og hugsar um kennarana sem
eru eins og fálkar í leit að bráð.
Þeir skella yfir þig hafsjó
af heimaverkefnum og skamma þig
ef þú reynir að grípa í
brakið af sumarfríinu til
að drukkna ekki.
En brátt kemur sá dagur þar
sem þú sérð sólina brosa,
og heyrir laufblöðin syngja.

Við skulum bara vona að þá rigni ekki.
 
Kolbrún Lilja
1987 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Traust
Sumarþrá
Ekkert svar
Veruleiki minn
Er það okkur að kenna?
Speglun|nulgepS
Tapað/Fundið