Veruleiki minn
Ég er ekki hér.
Þar sem að vindurinn bítur
og hálkan reynir að toga
undan mér alla fótfestu.
Ég er svífandi
alein í herbergi
þar sem að runnar
vaxa á veggjunum.
Þú sérð mig hreyfast
en það er bara blekking.
Ég er hjá runnunum
Með fjólubláu blöðunum
Og fíflagulu rósunum.
Þyrnarnir eru eins og smjör
og umvefja mig.
Því þeir vilja vernda mig
Svo ég svífi ekki stjórnlaust
Aftur heim.
 
Kolbrún Lilja
1987 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Traust
Sumarþrá
Ekkert svar
Veruleiki minn
Er það okkur að kenna?
Speglun|nulgepS
Tapað/Fundið