Speglun|nulgepS
Í forstofunni hangir spegill.
Suma daga lít ég í hann,
suma daga ekki.
Að sjá mig á svo hreinskilinn hátt
er mér ofviða á stundum.
Því lygar eru ekki á hans færi.
Ekki eins og raddirnar
sem að ýmist blása mér hugrekki í brjóst,
eða brjóta mig niður eins og styttu.
Raddirnar, oftast svo háværar,
stundum svo lágværar.
Koma allsstaðar að.
Vegir liggja til allra átta
Þeir liggja allir til mín.
 
Kolbrún Lilja
1987 - ...


Ljóð eftir Kolbrúnu

Traust
Sumarþrá
Ekkert svar
Veruleiki minn
Er það okkur að kenna?
Speglun|nulgepS
Tapað/Fundið