Speglun|nulgepS
Í forstofunni hangir spegill.
Suma daga lít ég í hann,
suma daga ekki.
Að sjá mig á svo hreinskilinn hátt
er mér ofviða á stundum.
Því lygar eru ekki á hans færi.
Ekki eins og raddirnar
sem að ýmist blása mér hugrekki í brjóst,
eða brjóta mig niður eins og styttu.
Raddirnar, oftast svo háværar,
stundum svo lágværar.
Koma allsstaðar að.
Vegir liggja til allra átta
Þeir liggja allir til mín.
Suma daga lít ég í hann,
suma daga ekki.
Að sjá mig á svo hreinskilinn hátt
er mér ofviða á stundum.
Því lygar eru ekki á hans færi.
Ekki eins og raddirnar
sem að ýmist blása mér hugrekki í brjóst,
eða brjóta mig niður eins og styttu.
Raddirnar, oftast svo háværar,
stundum svo lágværar.
Koma allsstaðar að.
Vegir liggja til allra átta
Þeir liggja allir til mín.