Þegar ljóðið var aflífað
Það var eitt sinn ungt og óreynt skáld
sem samdi einfalt ljóð
- um hugljúfa og fallega hluti lífsins.
Svo komu fræðimenn í hvítum sloppum
sem slitu ljóðið í sundur,
potuðu í það með nálum
og kinkuðu kolli íbyggnir á svip.

Skáldið horfði hryggt á lífvana leifar ljóðsins
á köldu skurðarborðinu
\"Þið hafið drepið ljóðið mitt\"

\"Nei\" sögðu þeir.
\"Við höfum greint það niður í frumeindir sínar,
skilið í sundur orðin og tilfinningarnar,
og fundið merkinguna.
Nú getur þú birt það opinberlega\"

Skáldið safnaði hnuggið saman
blóðugum tæjum einfalda ljóðsins
- um hugljúfa og fallega hluti lífsins
undan bjartri flúorbirtunni
og gróf það í garðinum sínum.  
Þórhildur Halla Jónsdóttir
1986 - ...


Ljóð eftir Þórhildi

Að vakna...
Þegar ljóðið var aflífað
Í kvöld
Sinubruni
Það verður svört snjókoma á dómsdags
Þegar risaeðlurnar snúa aftur
Vængbrotin ást
Yfirgefið jarðarber til huggunar
Misskilningur
Ekki brjóta hana
Um afstætt hugtak fegurðar
Með Maó formann inn á klósetti