Þegar risaeðlurnar snúa aftur
Hversu djúpt getum við sokkið
án þess að drukkna?
Hversu oft getum við skorið okkur á púls
án þess að blæða út?

Til hversu eru mínar hugsanir?
Ekki munu þær bjarga heiminum.
Þú sérð ekki hyldýpið fyrir framan þig
ef þú opnar ekki augun.

Rífum þau burt,
þessi lög, þessi bönn
þessar raðir af öðrum sem segja þér hvað þér finnst.
Rífum þessi augnlok burt.

Hversu oft þarf að drepa
til að við förum að meta lífið?
Hversu mikið þurfa allir svindla
til að fá það sem þeir halda að þeir þurfa?

Eilífð, heil eilífð mun það vera
eða þangað til að risaeðlurnar snúa aftur
og éta okkur.  
Þórhildur Halla Jónsdóttir
1986 - ...


Ljóð eftir Þórhildi

Að vakna...
Þegar ljóðið var aflífað
Í kvöld
Sinubruni
Það verður svört snjókoma á dómsdags
Þegar risaeðlurnar snúa aftur
Vængbrotin ást
Yfirgefið jarðarber til huggunar
Misskilningur
Ekki brjóta hana
Um afstætt hugtak fegurðar
Með Maó formann inn á klósetti