Ljóðleysingi
Ég sem víst ekki nógu spennandi ljóð.
Allt fólkið í götunni minni
gerir hróp að mér.
,,Ljóðleysingi” hrópa þau.
,,Hvað hefurðu skrifað?”
,,hvað hefurðu samið?”
,,Ég hef víst skrifað ljóð!
Um sumarið og ástina,
og dauðann!”
,,Ég hef leyst ljóð úr læðingi,
borðað orð,
kastað þeim ofan í hveri
og horft á þau kastast upp aftur á ógnarhraða”
,,Ég hef séð þau varpast út í algeiminn,
springa út og verða að stjörnum”
,,Hvar eru þín ljóð, hvar er þinn dauði og ljós?
Hvar eru orðin tóm úr huganum á þér?”
Nú gat ég loks farið og fengið mér kaffi
og lesið blöðin um stjörnurnar
sem ég festi í himingeiminn.
Allt fólkið í götunni minni
gerir hróp að mér.
,,Ljóðleysingi” hrópa þau.
,,Hvað hefurðu skrifað?”
,,hvað hefurðu samið?”
,,Ég hef víst skrifað ljóð!
Um sumarið og ástina,
og dauðann!”
,,Ég hef leyst ljóð úr læðingi,
borðað orð,
kastað þeim ofan í hveri
og horft á þau kastast upp aftur á ógnarhraða”
,,Ég hef séð þau varpast út í algeiminn,
springa út og verða að stjörnum”
,,Hvar eru þín ljóð, hvar er þinn dauði og ljós?
Hvar eru orðin tóm úr huganum á þér?”
Nú gat ég loks farið og fengið mér kaffi
og lesið blöðin um stjörnurnar
sem ég festi í himingeiminn.