

Þó dalalæðan yfir
mýrinn væri þögul
vöknuðu hestarnir
á bakkanum –
þegar mýrardvergarnir
hófu að smíða
sólarskipin
og fleyta þeim út
á lækinn -
móti feimnum
morgninum við
endann á fjallinu.
Það voru bara síðustu
tvö sem festust í
sefinu við hólmann
og dönsuðu þar
í takt við hreyfingar
vatnsins.
Hin flutu hratt áfram
eftir ljósrákum
þangað til straumurinn
í ánni hreif þau til sín.
Við vorum ein á ferð þessa nótt.
mýrinn væri þögul
vöknuðu hestarnir
á bakkanum –
þegar mýrardvergarnir
hófu að smíða
sólarskipin
og fleyta þeim út
á lækinn -
móti feimnum
morgninum við
endann á fjallinu.
Það voru bara síðustu
tvö sem festust í
sefinu við hólmann
og dönsuðu þar
í takt við hreyfingar
vatnsins.
Hin flutu hratt áfram
eftir ljósrákum
þangað til straumurinn
í ánni hreif þau til sín.
Við vorum ein á ferð þessa nótt.