Um nótt
Þó dalalæðan yfir
mýrinn væri þögul
vöknuðu hestarnir
á bakkanum –
þegar mýrardvergarnir
hófu að smíða
sólarskipin
og fleyta þeim út
á lækinn -
móti feimnum
morgninum við
endann á fjallinu.

Það voru bara síðustu
tvö sem festust í
sefinu við hólmann
og dönsuðu þar
í takt við hreyfingar
vatnsins.

Hin flutu hratt áfram
eftir ljósrákum
þangað til straumurinn
í ánni hreif þau til sín.

Við vorum ein á ferð þessa nótt.

 
Þorsteinn Sverrisson
1964 - ...


Ljóð eftir Þorstein Sverrisson

Limrur
Arfgengi
Afturgöngur
Flugan og ég
Um nótt
Sættir
Að vorlagi
Barnsminni (lengra)
Sitjandi fólk
Nokkrar vísur um fallandi snjókorn og ýmislegt annað sem fellur
Dufþakur