Fiðrildi
Lifa fiðrildi ekki bara í einn dag ?
Allavega notaði ég það sem afsökun þegar ég veiddi þig.
En þú flýgur þó ennþá um í krukkunni,
sem ég, svo illgjörn, setti þig í.
Rauðu vængirnir hamast og hamast,
en þú kemst ekkert.
Ég, vonda mannveran, hrifsaði þig úr blóma lífsins,
tróð þér i krukku og faldi fegurð þina fyrir heiminum.
Þú öskrar svo hljótt;
hleyptu mér út.
Ég vildi óska ad þú værir verðugur andstæðingur minn, líkamlega.
Þá gætum við bara slegist, og annað hvort okkar myndi vinna.
En í staðinn beitir þú fegurð þinni og heillar mig uppúr skónum.
Ég hef ekkert sem jafnast á við það.
Ég á ekkert til að berjast gegn þér.
Þú blakar vængjunum framan í mig, og samviskan nagar mig að innan.
Gjörðu svo vel, fljúgðu út um gluggann og vertu frjáls.
Fyrirgefðu.
Allavega notaði ég það sem afsökun þegar ég veiddi þig.
En þú flýgur þó ennþá um í krukkunni,
sem ég, svo illgjörn, setti þig í.
Rauðu vængirnir hamast og hamast,
en þú kemst ekkert.
Ég, vonda mannveran, hrifsaði þig úr blóma lífsins,
tróð þér i krukku og faldi fegurð þina fyrir heiminum.
Þú öskrar svo hljótt;
hleyptu mér út.
Ég vildi óska ad þú værir verðugur andstæðingur minn, líkamlega.
Þá gætum við bara slegist, og annað hvort okkar myndi vinna.
En í staðinn beitir þú fegurð þinni og heillar mig uppúr skónum.
Ég hef ekkert sem jafnast á við það.
Ég á ekkert til að berjast gegn þér.
Þú blakar vængjunum framan í mig, og samviskan nagar mig að innan.
Gjörðu svo vel, fljúgðu út um gluggann og vertu frjáls.
Fyrirgefðu.
Ekki sanngjarnt stríð ..