Gulrótarhaus
Ég sá þig alltaf í þristinum á miðvikudagsmorgnum
Ég er á leiðinni í íþróttir en ekki alltaf
Stundum kúri ég yfir mig
Stundum skrópa ég
En ekki þú
Þú ert alltaf þarna
Gulrótarhaus
Þú nebbla setur krullurnar í kúlu oná hausinn eins og gulrót
Þú virðist svolítið góð með þig
Ef þú sért mig stara hvæsirðu með augunum
Og setur stóru sólgleraugun á þig
Kinnarnar þínar virðast mjúkar en þú ert alltaf með meik
Þú er samt sæt í skrítnu brúnu úlpunni þinni með stóra kraganum
Ég hugsa stundum um þig
Ekki að það séu sorahugsanir
Oftast nær

En síðasta daginn okkar saman
Þú vissir það auðvitað ekki þá og örugglega ekki núna elsku gulrót
virtistu leið
Ég fattaði það ekki þá
En þegar þú fórst
út slitnaði teygjan mín
Gulrótarhaus  
Gyða Fanney
1988 - ...


Ljóð eftir Gyðu Fanneyju

Klámljóð
MTV Kynslóðin
Kæri Velvakandi
Skáldið
Til stráksins í Þristinum
Grasker
Gulrótarhaus
Ónefnt
Hálfkveðja
Hávextinismi
Madrid
Hattur
Njálsgata