Uppgjöf
Tár í myrkri enginn sér
Hljóður grátur engann truflar
Einmanna sál sem opin und
Tómur hugur ei lengur reikar

Vonlaus hugsun brýst í gegn
Sálin því tekur opnum örmum
Þreyttur líkami fær ei hvíld
Örvinglað geðið æpir hljóðlaust á hjálp

Hvergi virðist ljós í myrkri
Enga svölun né frið er að fá
Órói ýtir búknum áfram
Lokast dyr frá öllum hliðum

Opin augu ei lengur sjá
Lungun starfa af gömlum vana
Tilgang ei lengur lífið finnur
Titrandi djúpt í afkima sálar

Samviskan brýst um á heljarþröm
Fallandi fálmar út í loftið
Hvergi virðist hjálp að fá
Enginn veit um þrautir þessar

Djúpt í huga kæfðar raddir
Titrandi, þreyttar, eru fastar
Engin eyru leggja við hlustir
Sjá ekki tilgang í raustum þeim

Þögnin öskrar til að gera eitthvað
Sálin lútir höfði, augu lokast
Samviskan fallin, veifandi öngum
Enginn heyrði hennar sársaukaóp

Hugurinn reynir að rífa og tæta
Bak við augun enginn hann sér
Heilinn öskrar, æpir, gargar,
Lokaður inni af þykkri skel

Búkurinn sjálfur að niðurlotum
Kominn er, enginn það sér
Einn daginn gangverkið bilað er
Líkami, hugur, samviska og sál

Því vélstjórinn er horfinn, farinn
Gafst upp á vinnu þessari
Því dimmt var inni og kalt
Loftlaust, rykugt og ónýtt

Eftir liggur skelin ein
Eyðist smátt og hverfur
Eftir verður kannski leggur og bein
En hugsun, afrek, þróttur horfinn.
 
Jóhanna G Þorsteinsdóttir
1971 - ...


Ljóð eftir Jóhönnu

Leitin mikla
Uppgjöf
Óður til sonar míns
Fangi
Hugsun
Höfnun
Athöfn
Hafið
Dýrin okkar