Fangi
Langt inni í auga næturinnar
Leynist lítil fangin sál
Langt inni í auga sálarinnar
Leynist lítið fangið hjarta
Í hlekkjum vanans brýst það um
Óþolinmótt og langþreytt
En bæði sálin og nóttin
Herða að og sussa á óróa hjartans
Því hlekkir vanans eru þungir
Og læstir með lásum fordóma
Og lykillinn er geymdur af lífinu
Hversu sárt þarf hjartað að biðja?
Hversu hátt þarf það að öskra?
Áður en exi frelsinsins heggur á hlekkina?
Því exin er heyrnadauf og sljó
Því tæknin hefur dópað frelsið
Með hraða nútímans hefur frelsið elst
Og með tækni vísindanna hefur það orðið hokið
Frelsið með exina var eitt sinn ungt
Þá hefði hjartað rétt þurft að hvísla: “Hjálp”
Þá hefði frelsið stokkið til
Og hoggið af því hlekkina
En nú eru hlekkirnir meiri og þyngri
Og lásar fordómanna orðnir tæknilegri
Og frelsið ræður ekki lengur við þetta allt
Því er það svo að langt inni í auga næturinnar
Er lítil fangin sál
Langt inni í auga sálarinnar
Er lítið fangið hjarta
Og í auga hjartans
Er lítið fangið frelsi.
Leynist lítil fangin sál
Langt inni í auga sálarinnar
Leynist lítið fangið hjarta
Í hlekkjum vanans brýst það um
Óþolinmótt og langþreytt
En bæði sálin og nóttin
Herða að og sussa á óróa hjartans
Því hlekkir vanans eru þungir
Og læstir með lásum fordóma
Og lykillinn er geymdur af lífinu
Hversu sárt þarf hjartað að biðja?
Hversu hátt þarf það að öskra?
Áður en exi frelsinsins heggur á hlekkina?
Því exin er heyrnadauf og sljó
Því tæknin hefur dópað frelsið
Með hraða nútímans hefur frelsið elst
Og með tækni vísindanna hefur það orðið hokið
Frelsið með exina var eitt sinn ungt
Þá hefði hjartað rétt þurft að hvísla: “Hjálp”
Þá hefði frelsið stokkið til
Og hoggið af því hlekkina
En nú eru hlekkirnir meiri og þyngri
Og lásar fordómanna orðnir tæknilegri
Og frelsið ræður ekki lengur við þetta allt
Því er það svo að langt inni í auga næturinnar
Er lítil fangin sál
Langt inni í auga sálarinnar
Er lítið fangið hjarta
Og í auga hjartans
Er lítið fangið frelsi.