Nótt
Í flýti leið hin ljúfa nótt
er lífgaði hjartans bál.
Í myrkrinu bærðist undur rótt
brjóst þitt hjá minni sál.
Úti fangaði frostið allt,
fannhvít var jörðin af snjó,
í fangi þínu ei var kalt,
hlýjan í hjartanu bjó.
Ég aldrei gleymi þeirri nótt,
í huganum oft aftur sný,
þá hjarta mitt sló í friði rótt
er birti af degi á ný.
Gluggann fyllti frostsins rós
og stjörnubjört var sú nótt.
Augu þín eru mér lífsins ljós,
þó líði það undur fljótt.
er lífgaði hjartans bál.
Í myrkrinu bærðist undur rótt
brjóst þitt hjá minni sál.
Úti fangaði frostið allt,
fannhvít var jörðin af snjó,
í fangi þínu ei var kalt,
hlýjan í hjartanu bjó.
Ég aldrei gleymi þeirri nótt,
í huganum oft aftur sný,
þá hjarta mitt sló í friði rótt
er birti af degi á ný.
Gluggann fyllti frostsins rós
og stjörnubjört var sú nótt.
Augu þín eru mér lífsins ljós,
þó líði það undur fljótt.