Steinarr í maga úlfsins
Maturinn er fyrir magann
en maginn varð feitur og stór
vegna græðgi míns sjálfs
og ég gaf mér tíma
til að belgja mig út
mér til tjóns
og tíminn og fitan
runnu saman til hjartans
að flýta dauða mín sjálfs
og dauðinn gekk til mín
eins og grannvaxinn maður
á púmaskóm
sagði vinur ef þú villt lifa
skaltu fara í megrun
ella færðu þinn dauðadóm
en í grunlausri veröld
svaf hugsun mín
einsog næturblóm
og dauðinn kom aftur
gekk yfir mig allan
á hnífbeittum gaddaskóm
já - tíminn er einsog vatnið
og sé það ekki drukkið
verður það manni til tjóns.
en maginn varð feitur og stór
vegna græðgi míns sjálfs
og ég gaf mér tíma
til að belgja mig út
mér til tjóns
og tíminn og fitan
runnu saman til hjartans
að flýta dauða mín sjálfs
og dauðinn gekk til mín
eins og grannvaxinn maður
á púmaskóm
sagði vinur ef þú villt lifa
skaltu fara í megrun
ella færðu þinn dauðadóm
en í grunlausri veröld
svaf hugsun mín
einsog næturblóm
og dauðinn kom aftur
gekk yfir mig allan
á hnífbeittum gaddaskóm
já - tíminn er einsog vatnið
og sé það ekki drukkið
verður það manni til tjóns.