

Í ferðum til og frá áfangastaða
þeytist lífið áfram
í endalausri leit að engu
sem þó hefur bæði tilgang og markmið.
Hugurinn fipast eitt andartak og
litir og form renna saman í eitt
kunnuglega myndin sem ég sá
í gær verður að
einhverju öðru.
og ég,
enn með buxurnar á
hælunum.
Magga Idda