

Því ég er allt í senn
Sú fyrsta og síðasta
Móðir Hóra Meyja
Kall kjöltuglóðar
og dreggjar drýgðra dáða
Ég er allra alda
Kornung og ævaforn
Við erum gallarnir í kerfinu
og risturnar á veggjunum
Huggun harmi gegn
Fórnin sem man
Og miskunn þess sem gleymir
Ég krýp,
dýrlingur á fremsta bekk
eða sönn dásemd á hnjánum
Virðið mig öllum stundum
Því ég er allt í senn
Hneykslið og Dýrðin
Sú fyrsta og síðasta
Móðir Hóra Meyja
Kall kjöltuglóðar
og dreggjar drýgðra dáða
Ég er allra alda
Kornung og ævaforn
Við erum gallarnir í kerfinu
og risturnar á veggjunum
Huggun harmi gegn
Fórnin sem man
Og miskunn þess sem gleymir
Ég krýp,
dýrlingur á fremsta bekk
eða sönn dásemd á hnjánum
Virðið mig öllum stundum
Því ég er allt í senn
Hneykslið og Dýrðin
Endurunnið (eins og allt býst ég við)